• Barnvaent-sveitarfelag-thumbnail

Barnvænt Sveitarfélag - viðurkenningarathöfn

1.4.2025

Sveitarfélagið Hornafjörður hefur á undanförnum árum unnið af krafti að því að gera samfélagið okkar enn betra fyrir börn og ungmenni – með því að innleiða Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna í stjórnsýsluna og daglegt starf.

Nú höfum við náð stórum áfanga – og föstudaginn 4. apríl fögnum við því að Hornafjörður hlýtur formlega viðurkenningu UNICEF sem barnvænt sveitarfélag!
Af þessu tilefni vill Ungmennaráð Hornafjarðar boða börn á öllum skólastigum, starfsfólk skóla og leikskóla, starfsfólk sveitarfélagsins og allan almenning að sameinast okkur í hátíðinni!

Viðburðurinn fer fram í Íþróttahúsinu á Höfn kl. 12:30-13:10 og við ætlum að gera daginn að einstöku tilefni með gleði, samveru og viðurkenningu á mikilvægi barna og ungmenna í samfélaginu okkar.

Barnvaent-sveitarfelag