Beiðni til landeigenda og umráðamanna lands
Víða í sveitarfélaginu er viðhald girðinga ábótavant og af því tilefni eru landeigendur og umráðamenn lands beðnir um að huga vel að ástandi girðinga og fjarlægja ónýtar girðingar sem ekki eru not fyrir þannig að ekki skapist slysahætta af þeim.
Skylt er að halda öllum girðingum svo vel við að búfé eða öðrum stafi ekki hætta af þeim sbr. 11 og 12 gr. girðingarlaga nr. 135/2001.
Sveitarfélagið hefur heimild til þess að fjarlægja ónýtar girðingar á kostnað eigenda. Hægt er að senda ábendingar um ónýtar girðingar á afgreidsla@hornafjordur.is