Beitar- og slægjuhólf á Höfn
Sveitarfélagið auglýsir eftir umsóknum í svæði til beitar og slægju í landi Hafnar.
Beitar og sláttúrhólf í landi sveitarfélagsins eru auglýst til umsóknar fyrir frístundabændur með hesta og kindur. Umsóknarfrestur er frá 11.- 22. maí kl. 12:00. Umsóknir sem berast eftir þann tíma verða ekki teknar gildar.
Umhverfisfulltrúi biðlar til allra sem hafa nýtt sér svæði að senda inn umsókn og láta vita ef það telur sig hafa sérstakt tilkall til ákveðins svæðis, sem og fólk sem vill fá afnot af landi í fyrsta sinn.
Við þessa úthlutun er gerð tilraun til þess að gera verklag betra og skýrara svo allir viti að hverju þeir ganga og slá af allan vafa. Hafi fólk athugasemdir við hólfin sem eru auglýst til úthlutunar tekur umhverfisfulltrúi við þeim á netfangið anna@hornafjordur.is
Beitarhólfin verða tekin út af Landgræðslufulltrúa í haust með tilliti til beitarstýringu og sjálfbærrar landnýtingu.
Meðfylgjandi er pdf skjal með upplýsingum um beitar og slátturhólfin og umsóknareyðublað.
Umsóknin skal send til umhverfisfulltrúa í tölvupóst á anna@hornafjordur.is
Í kjölfarið verða gerðir samningar milli leigutaka og sveitarfélagsins. Reynt verður að koma til móts við óskir fólks.
Anna Ragnarsdóttir Pedersen, umhverfisfulltrúi.