• F3mhzbu7_1735893423402

Birta Guðjónsdóttir ráðin á Svavarssafn

3.1.2025

Birta Guðjónsdóttir, sýningastjóri og myndlistarmaður, hefur verið ráðin til að leiða

1_Birta-Gudjonsdottir_Curator_portrait

starfsemi Svavarssafns.

Birta er einn fremsti sýningarstjóri landsins á sviði myndlistar, með um tuttugu ára starfsreynslu.
Hún var sýningarstjóri íslenska skálans á Feneyjatvíæringnum árið 2019, sýningar Hrafnhildar Arnardóttur / Shoplifter, með-sýningarstjóri myndlistartvíæringsins Off Cairo Biennial í Cairo, Egyptalandi árið 2023 og var einn af fjórum sýningarstjórum Momentum 8 - Norræna tvíæringsins í samtímamyndlist, í Moss, Noregi árið 2015.

Birta starfaði sem deildarstjóri sýningadeildar Listasafns Íslands árin 2014 til 2018. Hún var safnstjóri Nýlistasafnsins árin 2009 til 2011, listrænn stjórnandi listahátíðarinnar Listar án landamæra árið 2020, listrænn stjórnandi sýningarýmisins 101 Projects í Reykjavík árin 2008 til 2009 og var sýningastjóri í SAFNi, samtímalistasafni Péturs Arasonar og Rögnu Róbertsdóttur árin 2005 til 2008.

Birta hefur jafnframt, sem sjálfstætt starfandi sýningastjóri, stýrt yfir 40 sýningum í helstu listasöfnum og listrýmum hér á landi sem og víða erlendis, m.a. í Amsterdam, Basel, Berlín, Boden, Cairo, Melbourne, New York, St. Pétursborg og á Norðurlöndunum.
Á árunum 2002 til 2013 rak hún sýningarýmið Gallerí Dvergur í kjallara heimilis síns í Reykjavík. Þá hefur Birta einnig sýnt eigin myndlist á fjölda sýninga, bæði á einkasýningum og samsýningum. 

Birta hefur tekið þátt í fjölmörgum alþjóðlegum verkefnum er snúa að myndlist ásamt því að skrifa um íslenska og alþjóðlega myndlist. Hún hefur starfað sem stjórnarmeðlimur í Listfræðafélagi Íslands, varastjórnarmeðlimur í Safnaráði, stjórnarmeðlimur í Sambandi íslenskra myndlistarmanna; SÍM meðlimur í stjórn Nýlistasafnsins í Reykjavík og er einn tveggja stofnenda Félags sýningastjóra á Íslandi. Auk þess hefur hún setið í fagnefndum Listaháskóla Íslands, Listasafns Reykjavíkur, Kynningarmiðstöðvar íslenskrar myndlistar, Ljósmyndaskólans, Künstlerhaus Bethanien í Berlín, Tromsö Kunstforening í Noregi og fleiri stofnana. 

Birta á að baki meistaranám í listfræði-listmiðlun (Critical and Pedagogical Studies) í Listaakademíunni í Malmö, Svíþjóð, og er með meistaragráðu í myndlist með áherslu á sýningastjórn frá Piet Zwart Institute í Rotterdam, Hollandi, svo og BA gráðu í myndlist frá Listaháskóla Íslands. Um þessar mundir lýkur Birta meistaranámi í menningarstjórnun við Háskólann á Bifröst.

Það er Menningarmiðstöð Hornafjarðar mikill fengur að fá Birtu til Svavarssafns og bjóðum við hana hjartanlega velkomna til starfa.

 

 

 

Birta Guðjónsdóttir appointed to Svavarssafn Art Museum

Birta Guðjónsdóttir, curator and visual artist, has been appointed to lead the program of Svavarssafn Art Museum in Iceland

Birta is one of the country's leading curators in the field of visual arts, with 20 years of experience in the field.

She was a curator of the Icelandic Pavilion at the Venice Biennale in 2019, the exhibition Hrafnhildur Arnardóttir / Shoplifter, a co-curator of the Off Biennale Cairo in Cairo, Egypt in 2023, and one of four curators of Momentum 8 - The Nordic Biennial of Contemporary Art, in Moss, Norway in 2015.
Birta was a chief curator at The National Art Museum of Iceland from 2014 to 2018. She was a director of The Living Art Museum in Reykjavík from 2009 to 2011. In 2020 she was an artistic director of Art Without Borders, an art festival that celebrates diversity and participation of people with disabilities. From 2008-2009 Birta was an artistic director of exhibition space 101 Projects in Reykjavík, and from 2005 to 2008 she was a curator of SAFN, private contemporary art collection of Pétur Arason and Ragna Róbertsdóttir.

As a freelance curator, Birta has curated over 40 exhibitions in most major art museums and art spaces in Iceland as well as in art museums and art spaces in Amsterdam, Basel, Berlin, Cairo, Melbourne, New York, St. Petersburg and the Nordic countries.
From 2002 to 2013 she operated exhibition space Dwarf Gallery in the basement of her home in Reykjavík. Birta has also shown her own art in numerous group- and solo exhibitions.

Birta has participated in numerous international projects as well as writing about art. She has served as a board member of the Art Theoretical Society of Iceland, a deputy board member of the Museum Council of Iceland, a board member of the Association of Icelandic Artists (SÍM), a boardmember of the Living Art Museum in Reykjavík and she is one of two founders of the Icelandic Association of Curators.
Birta has served on professional committees of the Iceland Academy of the Arts, the Reykjavík Art Museum, the Icelandic Art Center, the School of Photography in Reykjavík, Künstlerhaus Bethanien in Berlin, Tromsö Kunstforening in Norway and other institutions.

Birta has undertaken master's degree studies in Critical and Pedagogical Studies from the Malmö Art Academy in Sweden, and holds a master's degree in fine arts with an emphasis on curating from the Piet Zwart Institute in Rotterdam, the Netherlands, as well as a bachelor's degree in fine arts from the Iceland Academy of the Arts. Birta is currently completing a master's degree in cultural management at Bifröst University in Iceland.


It is with great pleasure that Hornafjörður Cultural Center and Svavarssafn Art Museum welcome Birta Gudjonsdottir to the museum and we look forward to collaborating with her.