Bókun bæjarstjórnar um yfirtöku Vigdísarholts á Skjólgarði
Vigdísarholt ehf. hefur nú tekið við rekstri Skjólgarðs. Gengið hefur verið frá viljayfirlýsingu á milli Vigdísarholts og Skjólgarðs um hvernig skuli staðið að yfirfærslunni. Vigdísarholt ehf. hefur jafnframt gert samning við HSU um sjúkrarými og stöðu húsvarðar sem tryggir sjúkrarými í heimabyggð.
Bæjarstjórn fjallaði um málið á fundi sínum þann 11. mars sl. "Bæjarstjórn fagnar því að niðurstaða liggur fyrir í málefnum Skjólgarðs. Frá því bæjastjórn sagði sig frá samningunum hefur ríkt óvissa um rekstur Skjólgarðs. Reksturinn hefur verið þungur undanfarin þrjú ár og er uppsafnaður hallarekstur orðinn um 150 m.kr. Eftir nokkurra mánaða samningaumleitan við Sjúkratryggingar Íslands var niðurstaðan sú að sveitarfélagið treysti sér ekki lengur til að styðja við rekstur Skjólgarðs í óbreyttri mynd þar sem um lögbundið verkefni ríkisins er að ræða. Vigdísarholt ehf. tók við rekstrinum frá og með 1. mars s.l. og heldur starfsfólk sínum réttindum við breytingarnar. Bæjarstjórn vill færa starfsfólki kærar þakkir fyrir vel unnin störf og óskar þeim velfarnaðar undir stjórn nýs rekstraraðila. Jafnframt lýsir bæjarstjórn sig reiðubúna til samstarfs við nýja rekstraraðila." |