Bráðabirgðabrú yfir Steinavötn opnuð

5.10.2017

Bráðabirgðabrúin yfir Steinavötn var opnuð í gær eftir stuttan framkvæmdatíma.

Vegagerðarmenn hafa unnið hörðum höndum að skipulagningu og vinnu við opnun brúarinnar yfir Steinavötn ásamt verktökum í sýslunni sem fengnir voru til verksins. Framkvæmdin tók einungis fimm daga.

Nýja brúin stenst allar kröfur sem eru gerðar til brúar á þjóðvegi 1.

49 tonn hún er 105 metra löng í sjö höfum. Byrjað var að reka niður staura í undirstöður með niðurrekstrarkrana, svona slaghamri og síðan eru settar stálskúffur og þá stálbitar sem eru til á lager og síðan kemur timburgólf og vegrið. ´

120 bílar fóru yfir brúnna á fyrstu mín. sem hún opnaði, síðan þá hefur verið stanslaus umferð yfir nýju brúna.

Þessi ruglaðist og fór yfir gömlu brúna án þess að nokkur tæki eftir því fyrr en of seint.