Breytingar á sorptunnum
Breytingar á sorptunnum munu hefjast á næstu vikum
Hringrás sér um breytingarnar og mun reyna að klára þær í einni lotu ef veður leyfir. Byrjað verður á að skipta út og merkja tunnur á Höfn og í Nesjum og eftir það verður farið í önnur svæði sveitarfélagsins.
Ungmennafélagið Sindri mun úthluta grænum ruslapokum fyrir matarúrgang, límmiðum fyrir flokkun sorps til notkunar á heimilum ásamt leiðbeiningum um sorpflokkun. Einnig verður hægt að sækja poka og leiðbeiningar í afgreiðslu Ráðhúss á opnunartíma.