• Frett-lodir-lausar

Breyttar reglur um úthlutun lóða

20.8.2024

Kæru íbúar,

Á síðasta fundi bæjarráðs þann 13. ágúst 2024 samþykkti bæjarráð nýjar reglur um úthlutun lóða. Eins og þeir sem fylgjast með fundum bæjarráðs vita, hafa reglurnar tekið breytingum á síðustu árum, fyrst í desember 2020 og síðan í september 2022, en áður voru í gildi reglur frá 2008.

Þrátt fyrir minni framboð lóða á síðustu árum, hefur sveitarfélagið fengið að meðaltali 30 umsóknir um lóðir á hverju ári. Markmiðið með breytingunum sem tóku gildi í síðustu viku, er að koma til móts við ábendingum íbúa um úthlutaðar lóðir, sérstaklega hvað varðar framkvæmdartíma.

Við viljum að lóðir fara til þeirra sem munu taka þátt í uppbyggingu í okkar fallega bæjarfélagi, en á sama tíma þurfum við að tryggja að allir fái áfram jöfn tækifæri til þess að fá lóðum úthlutað.

Helstu breytingar sem finna má í nýjum reglum eru meðal annars eftirfarandi atriði:

1. Lóðir skulu vera lausar í a.m.k. fjórar vikur áður en þeim er úthlutað. Þetta er nýtt ákvæði, en markmiðið með því er að tryggja aðgengi sem flestra aðila að lóðum og koma í veg fyrir að lóðum sé ekki skilað og úthlutað á ný nokkrum dögum síðar.

2. Lóðir sem lausar eru til úthlutunar eru merktar sem slíkar á kortasjá sveitarfélagsins. Það verður því ljóst hvar hægt verði að finna upplýsingar um lausar lóðir.

3. Í umsóknum um lóðir skal koma fram fyrirhuguð tímaáætlun umsækjanda sem meðal annars skal innhalda upplýsingar um upphaf framkvæmda, fokheldi, töku húss í notkun og lóðarfrágang.

Þar skulu einnig koma fram upplýsingar um fjármögnun byggingarframkvæmda, en á móti er ekki lengur krafa um skil á ársreikning fyrir lögaðila.

4. Tímamörk framkvæmda miða nú við samþykki aðaluppdrátta, uppsteypu sökkla og lokaúttekt á húsi. Við töldum að eldri ákvæði um að upphaf framkvæmda skuli miða við upphaf jarðvegsskipta væri ekki nægilegt til að sýna framvindu framkvæmda á lóðum. Þá töldum við einnig að ákvæði um að síðustu tímamörk skuli miða við frágang húsa að utan tryggi ekki að hús séu tilbúin til notkunar innan þess tímamarks.

5. Við skoðuðum ítarlega hvaða leiðir séu í boði til þess að hvetja húsbyggjendur til að framfylgja tímamörkum framkvæmda. Niðurstöðu er hægt að finna í 8. gr. reglnanna, en stærsta breytingin er sú að samanlögð framlenging á tímamörkum skal ekki vera lengri en 12 mánuðir. Það hefur einnig verið gert að meginreglu að þeir sem framfylgja ekki frestum vegna fokheldi og lokaúttektar húsa munu fá aðvörun, og 10 vikum seinna, ef tímamörkum eru áfram ekki virt eða þau ekki framlengd, mun bæjarráð leggja á þá dagsektir sem nema 0,05% af greiddum gatnagerðagjöldum. Upphæð dagsekta er u.þ.b. 1.000 kr. fyrir hverja 100 m² íbúðarhúss, en þegar sérstaklega stendur á og málefnalegar aðstæður eru til þess, getur lóðarhafi óskað við bæjarráð eftir að dagsektum verði frestað eða þær felldar niður.

Reglurnar sem tóku nú gildi eru aðgengilegar á vefsíðu sveitarfélagsins https://www.hornafjordur.is/media/reglur-og-samthykktir/Reglur-um-uthlutun-loda-2024-lokaskjal.pdf

Við höfum einnig uppfært form lóðarumsókna á íbúagáttinni, en umsókn um byggingarlóðir er hægt að finna undir 7. kafla https://ibuagatt.hornafjordur.is/chooseapplication.aspx