Byggða- og nýsköpunarfulltrúi Sveitarfélagsins Hornafjarðar
Meira samstarf við atvinnulífið og meiri stuðningur við nýsköpun og frumkvöðlastarf
Nýlega var samstarfssamningur sveitarfélagsins og Nýheima þekkingarseturs endurskoðaður. Markmiðið er að efla samstarf við atvinnulífið og ýta enn frekar undir nýsköpun og frumkvöðlastarf með skýrri sín um byggðaþróun í sveitarfélaginu. Nejra Mesetovic verkefnastjóri þekkingarsetursins mun þannig gegna hlutverki byggða- og nýsköpunarfulltrúa.
Byggða- og nýsköpunarfulltrúi er til staðar fyrir einstaklinga, frumkvöðla og fyrirtæki sem vilja fá ráðgjöf og stuðning við atvinnuþróun og nýsköpun. Þeir sem hafa hugmyndir eða verkefni í þróun geta leitað til fulltrúans fyrir upplýsingar, tengingar og leiðsögn um möguleg úrræði.
Ráðgjöf, stuðningur og fræðsla fyrir frumkvöðla og fyrirtæki
Áhersla verður lögð á að virkja aðila til þátttöku í verkefnum sem efla samfélagið og stuðla að sjálfbærri þróun þess. Þá mun starfið fela í sér ráðgjöf, fræðslu og stuðning við frumkvöðla og atvinnulíf á svæðinu. Með þessu vill sveitarfélagið styðja við framgang hugmynda og verkefna til eflingar atvinnulífs í sveitarfélaginu. Ef einstaklingur er með hugmynd að nýrri starfsemi, getur hann fengið aðstoð við að þróa viðskiptaáætlun, aðstoða við að finna styrki og tengjast viðeigandi aðilum.
Upplýsingaöflun og stefnumótun
Unnið er að öflun upplýsinga um stöðu atvinnulífsins og atvinnuhorfur í sveitarfélaginu. Þessar upplýsingar verða nýttar til stefnumótunar sem styður við framtíðaruppbyggingu atvinnu- og byggðamála. Einstaklingar geta fengið greiningar á t.d. atvinnuhorfum í sveitafélaginu.
Kynning og fræðsla
Staðið verður fyrir kynningarviðburðum og fræðslusamkomum sem efla þekkingu á atvinnumálum og byggðaþróun. Unnið verður að því að skapa viðburði sem auka þátttöku og samstarf meðal íbúa og fyrirtækja í sveitarfélaginu. Byggða- og nýsköpunarfulltrúi getur aðstoða við tengingar, skipuleggja kynningarviðburði og koma fólki í samband við rétta aðila.
Byggða- og nýsköpunarfulltrúi sveitarfélagsins veitir fjölþætta ráðgjöf og alhliða upplýsingamiðlun um atvinnu- og nýsköpunarverkefni, auk þess að aðstoða frumkvöðla og taka þátt í fjölbreyttum verkefnum.
En hverjir geta leitað eftir ráðgjöf – dæmi:
- Ef þú ert að stofna lítið fyrirtæki getum við aðstoðað þið við að finna hentugt húsnæði og sagt þér frá því hvaða stuðningur er í boði fyrir þig og mögulega fjármögnunarleiðir
- Ef þú vilt taka þátt í þróunarverkefnum á svæðinu getum við upplýst þig um hvað er í gangi og hvert þú getur leitað
- Ef þú vilt kynna þína nýsköpun getum við aðstoðað þig við koma þér á framfæri
- Ef þú vinnur í nýsköpun getum við bent þér á hvar má nálgast styrki til nýsköpunarverkefna
- Ef þú ert með spurningar um stöðu atvinnulífs á svæðinu getum við upplýst þig með gögnum
- Ef þú vilt ráðast í fjárfestingu í Hornafirði getum við aðstoðað þig við að finna út úr því hvaða hvatar og úrræði eru í boði á svæðinuða ráðgjöf berist á Nejru á tölvupóstfangið byggd@hornafjodur.is
Áfram Hornafjörður:
Markmiðið með starfinu er að tryggja öflugt atvinnulíf og byggja upp samfélag
þar sem íbúar fá tækifæri til að nýta hæfileika sína til fulls. Með góðri
samvinnu, framsýni og metnaði er verið að leggja grunn að sterkari og
sjálfbærari framtíð fyrir Sveitarfélagið Hornafjörð.
Sigurjón Andrésson bæjarstjóri