Þrjú smit í dag

28.9.2020

Smit í sveitarfélaginu hefur fjölgað í dag um þrjú, einn þeirra sem greindust var í sóttkví og tveir greindust við landamæraeftirlit.  

Enn eru  um 80 manns í sóttkví, ekki þarf að fjölga þeim þar sem ekkert smit greindist úti í samfélaginu.

Starfsfólk Heilsugæslunnar minnir fólk á að það er grímuskilda ef ekki er hægt að viðhafa eins meters fjarlægð milli fólks. Það er mikilvægt að allir fullorðnir komi með grímu í viðtöl á heilsugæsluna. Börn á grunnskólaaldri og yngri þurfa þess ekki.

Hluti þeirra kennara sem hafa verið í sóttkví hafa fengið niðurstöður úr skimun og reyndust þau neikvæð. Það verður því hægt að hefja skólastarf á yngra stigi grunnskólans í Hafnarskóla frá og með morgundeginum. Seinni skimun mun fara fram á morgun og liggja niðurstöður vonandi fyrir seinnipartinn á morgun eða annað kvöld. Þá skýrist hvort skólastarf geti hafist með eðlilegum hætti á eldra stigi í Heppuskóla.

Ástæða er til að fara varlega og halda uppi mjög öflugum sóttvörnum, passa upp á fjarlægðarmörk, nota grímu sé þess þörf, huga að handþvotti og spritta snertifleti.