Covid smit í sveitarfélaginu
Nú eru komin upp covid smit í sveitarfélaginu og tengist starfsfólki í ráðhúsi. Nokkrir starfsmenn eru nú komnir í úrvinnslusóttkví og einnig bæjarfulltrúar.
Kórónuveiran er ólíkindatól og tókst að bregða fæti sínum inn í starfsemi í ráðhússinu. Nokkrir starfsmenn eru í úrvinnslusóttkví á meðan unnið er úr rakningu og ljóst að sumir verða í sóttkví í viku tíma. Vonandi hefur náðst að einangra smitin en starfsmenn hafa brugðist vel við og eru fleiri en færri í sóttkví á meðan unnið er að úrvinnslu með það að markmiði að takmarka alla útbreiðslu. Við biðjum íbúa um að nýta sér íbúagátt sveitarfélagsins við afgreiðslu erinda eða senda tölvupóst á afgreidsla@hornafjordur.is. Íbúar eru hvattir til að huga vel að eigin sóttvörnum, virða fjarlægðarmörk og nota grímur og spritt.