Covid stöðuskýrsla

16.3.2020

Í dag mánudaginn 16. mars hafa verið tekið rúmlega 20 sýni frá Hornfirðingum og öll hafa verið neikvæð.

Í dag mánudaginn 16. mars hafa verið tekið rúmlega 20 sýni frá Hornfirðingum og öll hafa verið neikvæð.

Í dag er enginn Hornfirðingur í einangrun en við erum með nokkra í sóttkví sem voru að koma frá Kanarý og Tenerife.

Höfum ekki heildartölu um fólk í sóttkví enn, þar sem þau hafa ekki tilkynnt sig á heilsugæsluna (símleiðis að sjálfsögðu).

Viljum benda fólki í sóttkví á heimasíðu landlæknis og þá sér í lagi sér leiðbeiningar fyrir almenning í sóttkví í heimahúsi.

Leiðbeiningar fyrir almenning varðandi sóttkví

Fólk í sóttkví skal hringja í heilsugæsluna eða 1700 utan opnunartíma, ef það verður lasið.

Mikilvægt er að samfélagið bregðist við og allir leggist á eitt til að gera dvölina í sóttkví bærilega fyrir fólk.

Það þarf að huga að því að það þarf ekki eingöngu að útrétta fyrir fólk, heldur einnig að vera í daglegum samskiptum.

Fólk í sóttkví má fara út að hreyfa sig, það má bara ekki vera á meðal fólks.