Ef ég gleymi - fræðsluleikrit í Hafnarkirkju
Ef ég gleymi er danskt fræðsluleikrit um heilabilun eftir danska leikritahöfundinn og leikkonuna Rikke Wolck. Ef ég gleymi er einleikur sem fjallar um Reginu sem greinist með Alzheimer. Áhorfendur fylgjast með hvernig sjúkdómurinn tekur smám saman völdin, sem er ferli sem getur tekið 8- 12 ár. Leiksýningin fjallar um raunverulegt viðfangsefni sem sérhvert nútímaþjóðfélag glímir við og snertir margar fjölskyldur í landinu.
Ef ég gleymi verður sýnt miðvikudaginn 8. nóvember kl. 14:30 í Hafnarkirkju og hvetjum við íbúa til að mætta.
Eftir sýninguna verða opnar umræður með Sigurbjörgu Hannesdóttur, ráðgjafi og fræðslufulltrúi Alzheimersamtakan, Þorbjörgu Helgadóttur, starfsmaður Skjólgarðs og tengill Alzheimersamtakana ásamt Sigrúnu Waage.
Viðburðurinn tekur um 1 klst.