Endurskoðun afsláttar á fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega
Við upphafsálagningu fasteignagjalda í febrúar síðastliðnum var afsláttur á fasteignaskatti til elli- og örorkulífeyrisþega reiknaður til bráðabirgða miðað við tekjuárið 2016.
Þegar staðfest afrit af skattframtali vegna tekna ársins 2017 liggur fyrir í júní nk. verður afslátturinn endurskoðaður og leiðréttur. Ekki er þörf á að sækja sérstaklega um endurskoðun á afslætti. Miðað er við allar skattskyldar tekjur samkvæmt skattframtali og sameiginlegar tekjur hjóna og samskattaðs sambýlisfólks.
Á heimasíðu sveitarfélagsins undir reglur og samþykktir má sjá álagningarreglur 2018 ásamt reglum um afslátt fasteignaskatts. Skrifstofa sveitarfélagsins veitir jafnframt allar nánari upplýsingar í síma 470 8000.
Fjármálastjóri, Ólöf I. Björnsdóttir