Ert þú snillingur?
Samband íslenskra sveitarfélaga leitar að tveimur snillingum í liðið og við látum staðsetningu ekki stoppa okkur í stafrænum heimi þar sem báðar stöðurnar eru auglýstar óháð staðsetningu.
Sambandið er framsækinn og skemmtilegur vinnustaður sem býður upp á opið vinnuumhverfi, heimavinnu, samheldinn starfsmannahóp og skapar starfsmönnum gott svigrúm til starfsþróunar. Ekki skemmir fyrir að sambandið er heilsueflandi vinnustaður sem leggur ríka áherslu á fjölskylduvænt umhverfi og heimavinnu. Þannig að ef þetta heillar þig og ef þú ert snillingur þá viljum við heyra í þér. Auglýsinguna má nálgast hér á heimasíðu Sambands íslenskra sveitarfélaga.
Öll störf sem hafa losnað hjá sambandinu síðan sumarið 2019 hafa verið auglýst óháð staðetningu (nema eitt starf móttökuritara) og ætlum við okkur að halda áfram á þeirri vegferð enda mikilvægt að sambandið sýni gott fordæmi í þessum efnum. Það er virkilega ánægjulegt að sjá að það eru sífellt fleiri fyrirtæki og stofnanir að auglýsa slíkar stöður og „fjarvinnuklasar“ að myndast út um allt land.