• Evropurutan-grafik

Evrópurútan á Höfn

16.9.2024

Í tilefni þess að 30 ár eru síðan að samningur um Evrópska efnahagssvæðisins (EES) tók gildi, og veitti Íslandi aðgang að auknum tækifærum til samstarfs í Evrópu, mun Evrópurútan fara hringinn um landið í september þar sem vakin verður athygli á árangri af Evrópuverkefnum í heimabyggð og tækifærum til framtíðar í alþjóðasamstarfi.

Um er að ræða kynningu á samstarfsáætlunum ESB á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar og æskulýðsstarfs, mun Evrópurútan hitta fjölbreytta markhópa á hverjum viðkomustað.

Evrópurútan er skipulögð af Rannís sem hefur umsjón með öllum helstu samstarfsáætlunum á sviði menntunar, menningar, rannsókna, nýsköpunar, umhverfismála, stafrænnar færni og fyrirtækjasamstarfs, auk norræns samstarfs og mun á hringferð sinni um landið veita upplýsingar um:

  • Erasmus+
  • Stoðverkefni Erasmus+: eTwinning, Europass, Eurodesk og EPALE
  • Horizon Europe
  • Creative Europe
  • European Solidary Corps
  • Enterprise Europe Network
  • Digital Europe
  • LIFE
  • Nordplus

Óhætt er að segja að evrópsk tækifæri hafi verið nýtt vel hér á landi og haft víðtæk áhrif á samfélagið og viljum við tryggja að þær nýtist í öllum byggðum landsins með sínar fjölbreyttu þarfir og styrkleika.

Aðgangur að viðburðum Evrópurútunnar er ókeypis og öll hjartanlega velkomin!

Evrópurútan verður á Höfn fimmtudaginn 19. september og er fólk vinsamlegast beðið um að skrá sig á viðburðinn svo hægt sé að áætla veitingar. 

 Hér má finna skráningu á viðburðinn  

Hér má finna viðburðinn á facebook