Fab Lab hlífðarskildir fyrir heilbrigðisstafsfólk

22.4.2020

Í kjölfar Covit -19 faraldursins var mörgum Fab Lab smiðjum í heiminum lokað fyrir nemendum og almenningi.

Nokkrar Fab LAb smiðjur hófu vinnu við að þróa og hanna hlífðarbúnað fyrir heilbrigðisstarfsfólk sem er á skornum skammti í mörgum löndum.

Í byrjun apríl fóru íslensku Fab Lab smiðjurnar að skoða þann möguleika að framleiða hlífðarbúnað fyrir andlit. Ákveðið var að óska eftir samstarfi við HR, Tækniskólann og síðar Bergplast. Fundað var í gegnum Zoom fjarfundabúnað og öllum gögnum komið fyrir á einum stað á Google Drive. Notast var við þrívíddarprentun til þess að gera frumgerðir af spöngunum í skildina.

Mjög fljótlega var farið að endurbæta frumgerðirnar í þeim tilgangi að gera skildina þægilega og mæta kröfum um hreinlæti og annað. Einnig voru gerðar tilraunir með hvernig ætti að framleiða skildina í Fab Lab smiðjunum. Á endanum var ákveðið að fræsa út spangirnar í yfirborðsfræsara í plastefni sem kallast PE-300. Það tók tíma að finna glæra plastið í samstarfi við Bergplast fundu þeir glært plast sem er notað í lok á skyrdósir. Fundin var leið til þess að skera glæra plastið í stórum yfirborðsfræsara eða Shop Bot.

Á sama tíma og hönnun hlífðarskjaldanna var tilbúinn kom stór sending af hlífðarbúnaði frá Kína til Íslands fyrir sjúkrastofnanir á höfuðborgarsvæðinu. Þannig að þörfin var ekki til staðar þar. Á Höfn póstaði undirritaður myndum af skjöldunum á samfélagsmiðlum í þeim tilgangi að athuga hvort það væri þörf hér á staðnum. Elín Freyja Hauksdóttir læknir hjá HSU óskaði strax eftir 30 stykkjum og voru þeir  framleiddir og afhentir fljótlega eins og greint var frá á Facebook síðu Vöruhúss.


Fyrir utan að það er ómetanlegt að fá að taka þátt í baráttunni við Covit-19 faraldurinn, þá hefur þetta verkefni jákvæð áhrif á Fab Lab smiðjurnar og getu þeirra til þess að vinna í samstarfi, bæði innan samstarfsnetsins og utan þess. 

Það er öllum ljóst að komandi tímar verða erfiðir fyrir íslenskst atvinnulíf, allt sveitarfélagið fer ekki varhluta af þessum hremmingum. Þörfin fyrir Fab Lab hönnunar- og nýsköpunar smiðjur á slíkum tímum er augljós. Ekki síst af fenginni reynslu frá síðasta hruni þá var stóraukin aðsókn í nám.

Vilhjálmur Magnússon
Forstöðumaður Vöruhúss
og Fab Lab smiðju Hornafjarðar.