Fab Lab-og Vöruhúsanámskeið
Vöruhúsið býður upp á fjölbreytt námskeið í vetur.
LAMPAHÖNNUN
Námskeið í að búa til plexi LED lampa. Kennt verður á teikniforritið Inkscape í þeim
tilgangi að hanna lampa í laserskera og viðarfræsara. Endalausir möguleikar!
12 tíma námskeið, 2 tímar í lotu hefst 18.september.
Kennt verður á þriðjudögum kl.17:00-19:00. Gjald15.000 kr. á hvert námskeið, fyrir utan efniskostnað, skráning: vilhjalmurm@hornafjordur.is eða í síma: 862 0648.
ÖNNUR NÁMSKEIÐ SEM VERÐA Í BOÐI
Við viljum kanna áhuga á eftirtöldum námskeiðum.
Ef nægur fjöldi næst á hvert námskeið, þá verða námskeiðin haldin í vetur. Vinsamlega hafið samband ef óskað er eftir nánari upplýsingum.
Ekki er komin tímasetning eða verð á námskeiðin!
- Raftónlistarnámskeið (Kennari: Tjörvi Ó.).
- Sjónlist (Kennari: Eyrún Axels.)
- Fatasaumur (Kennari: Lind)
- Byrjendanámskeið Fab Lab (Kennari: Sunna G.)
- Hönnun fyrir viðarfræsara CNC (Kennari: Vilhjálmur)
- Þrívíddarhönnun og prentun (Kennari: Vilhjálmur)
- Arduino iðntölvur (Kennari: Vilhjálmur)
Upplýsingar um námskeiðin og skráningar eru hjá Vilhjálmi Magnússyni forstöðumanni Vöruhússins, vilhjalmurm@hornafjordur.is eða í síma: 862 0648.