Fávitar og karlmennska - opinn fyrirlestur
Skólaskrifstofan heldur opinn fyrirlestur í gegn um youtube.com um átak gegn stafrænu og annarskonar kynferðisofbeldi.
Fundurinn hefst kl. 16:15 mánudaginn 7. september og verður streymt á youtube.
Fávitar er átakt gegn stafrænu og annars konar kynferðisofbeldi, stofnað af Sólborgu Guðbrandsdóttur sem mun fjalla um Fávita í tengslum við stafrænt kynferðisofbeldi.
Karlmennskan var stofnuð af Þorsteini V. Einarssyni sem fjallar um baneitraða strákamenningu sem hindrar karlmenn í að geta verið einlægir í samskiptum eða sýna væntumþykju í öðru formi en kaldhæðni, eitraðra skota, og einhverri steiktri typpakeppni.
Hægt er að senda inn spurnignar í gegn um https://www.sli.do/ aðgangur er 67171