Ferðaþjónusta í Sveitarfélaginu Hornafirði

21.6.2017

Starfsfólk Vatnajökulsþjóðgarðs í Gömlubúð hefur undanfarin misseri unnið að lista sem nær yfir ferðaþjónustu í sveitarfélaginu Hornafirði.

Listinn nær yfir alla aðilla sem eru í einhversskonar ferðaþjónustu, svo sem með gistingu, afþreyingu og ferðum, verslun  eða veitingar, og hafa til þess tilskilin leyfi. Framboð af þjónustu til ferðamanna er mikið í héraðinu, sem er jákvætt, en veldur því að það getur verið erfitt að ná til allra. Þess vegna viljum við biðja alla þá aðilla sem eru í einhverskonar rekstri að hafa samband við okkur með upplýsingar um reksturinn, svo sem símanúmer, tölvupóst, heimasíðu og opnunartíma. Upplýsingar má senda á tölvupóstfangið steinunnhodd@vjp.is.