Flug landmælingadróna Vegagerðarinnar
Á morgun, 8. nóvember hyggjast starfsmenn Vegagerðarinnar fljúga landmælingadróna inn fyrir bæjarmörkin á Höfn, og framkvæma svokallaða LIDAR-mælingu á veginum inn í bæinn, og svæðinu þar austan við.
Dróninn mun fara nærri íbúðarhúsum, og íbúar gætu mögulega heyrt í honum og séð hann. Flugleiðin er fyrirfram forrituð, og á ekki að fara beint yfir íbúðarhús ef allt fer samkvæmt áætlun. Hús næst Hafnarvegi eru innan við 100 metra (í loftlínu) frá flugleiðinni, og sum húsanna við Álaleiru eru það líka. Við teljum við því rétt og sjálfsagt að láta íbúa vita af því fyrirfram.
Flughæðin verður um 60 metrar, og engum myndavélum verður beint að íbúðarhúsum, en mögulega verða einhver hús í jöðrum myndanna sem teknar verða. Þær verða eingöngu nýttar innanhúss hjá Vegagerðinni.
Ónæði af þessu ætti að vera í lágmarki og í stuttan tíma. Ef veðurspáin gengur eftir ætti þetta geta farið fram eftir hádegi, og vera lokið seinnipart dags.
Sé frekari upplýsinga óskað má senda fyrirspurnir á ingvar.skulason@vegagerdin.is.