Flugeldarusl

17.1.2024

Mikilvægt er að íbúar hreinsi til eftir áramóta- og þrettándagleði í kring um hús sín, á gangstéttum og opnum svæðum þar sem veður fer versnandi.

Flugeldarusl er ekki endurvinnanlegt, og á ekki að fara í tunnu fyrir almennt sorp. Sama með ósprungna flugelda, sem flokkast sem spilliefni. Þá flokkast stjórnuljós sem málmar.

Látum flugeldarusl ekki grotna niður og verða að drullu og sóðaskap. Leir sem er notaður í botninn á skottertum gerir það að verkum að pappinn sem eftir verður er ekki hæfur til endurvinnslu.

Flugeldarusli á að skila á söfnunarstöð fyrir úrgang við Sæbraut 1 á Höfn.