• Fokk-me-Fokk-you

Foreldrafyrirlestur um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna

18.1.2024

Fræðslu erindið "Fokk me fokk you" verður haldið í Nýheimum 25. janúar kl. 17:00

Kári Sigurðsson og Andrea Marel verða á ferðinni á Höfn 25. og 26. janúar með fræðsluna Fokk me Fokk you. 

Fræðslan fjallar um sjálfsmynd, samfélagsmiðla og samskipti kynjanna. Hún er ætluð unglingum og ungmennum, foreldrum þeirra og aðstandendum og starfsfólki sem starfar með unglingum.

  • Í fræðslunni fjalla þau um sjálfmyndina og vekja okkur til umhugsunar hvað það er sem hefur áhrif á okkur frá degi til dags.
  • Þau ræða um hve mikilvægt er að sýna hvert öðru virðingu og virða mörk annarra.
  • Farið verður yfir hvaða áhrif fjölmiðlar og samskiptamiðlar geta haft á okkur og eru tekin dæmi um raunveruleika unglinga.
  • Notkun á miðlum eins og instagram, tiktok og snapchat verða til umræður og rætt verður um tækifæri og áskoranir sem tengjast samskiptum á slíkum miðlum.
  • Kynferðisleg áreitni verður sérstaklega til umræðu ásamt starfrænu kynferðisofbeldi.
  • Í gegnum fræðsluna verða til sýnis myndir og skjáskot sem unglingar hafa sent þeim Andreu og Kára og munu þau ræða reynslusögur ungs fólks og reynslu þeirra úr starfi með ungu fólki.

Við höfum farið með fræðsluna inn í fjölmargar félagsmiðstöðvar og grunnskóla um land allt þar sem við höfum verið með fræðslu fyrir 5.-10.bekk, verið með fræðslur fyrir menntaskólahópa, foreldrahópa, vinnuskólahópa og starfsfólk sem vinnur með unglingum.


Foreldrafyrirlestur verður haldin 25. janúar kl. 17:00 í Nýheimum.

Föstudaginn 26. janúar verður fræðsla í skólanum fyrir nemendur í 5.-10. bekk

Sveitarfélagið hvetur foreldra til að mæta.