Foreldranámskeið

í boði sveitarfélagsins fyrir foreldra barna á leikskóla

26.9.2023

Skráning fer fram á deild barns í leikskólanum, með tölvupósti til sigridurgisl@hornafjordur.is eða á heilsugæslunni í síma 4322900

Námskeiðið Uppeldi sem virkar – færni til framtíðar verður haldið í Miðgarði, Víkurbraut 24, í október og nóvember næstkomandi, ef næg þátttaka fæst. Námskeiðið er í boði sveitarfélagsins og stendur yfir í fjóra þriðjudaga, tvo tíma í senn, samtals 8 stundir.

 

Foreldrar læra aðferðir til að styrkja eigin hæfni, laða fram æskilega hegðun barnsins og fyrirbyggja erfiðleika á jákvæðan hátt. Námskeiðið hentar vel fyrir foreldra barna á leikskólaaldri og er foreldrum að kostnaðarlausu.

Foreldrar, sem setið hafa allt námskeiðið, geta sótt um niðurfellingu á einu mánaðargjaldi fyrir sín börn, gegn framvísun á staðfestingu á þátttöku.

 

Kennt verður fjóra þriðjudaga

24. október kl. 19:30-21:30

31. október kl. 19:30-21:30

Frívika (vetrarfrí í grunnskólum)

14. nóvember kl. 19:30-21:30

21. nóvember kl. 19:30-21:30

 

Mæta þarf í öll fjögur skiptin til að fá niðurfellingu á leikskólagjaldi.

Skráning fer fram á deild barns í leikskólanum, með tölvupósti til sigridurgisl@hornafjordur.is eða á heilsugæslunni í síma 4322900 milli 11 og 12 virka daga.

Við hlökkum til að sjá sem flesta foreldra

Ragnhildur og Sigríður