Foreldrar beðnir að sækja börn í leik- og grunnskóla í hádeginu

Rauð veðurviðvörun frá 13:00-16:00

6.2.2025

Búið er að setja rauða veðurviðvörun á Suðausturlandi frá 13:00-16:00 í dag. Í rauðri veðurviðvörun er fólk beðið um að vera sem minnst á ferðinni og því biðjum við foreldra að sækja börnin í leik- og grunnskóla fyrir 12:30 í dag. Neyðaropnun verður þó í skólum og frístund en einungis fyrir þau börn sem nauðsynlega þurfa. Foreldrar sem þurfa að nýta sér neyðaropnun eru beðnir að hafa samband við skólana/Þrykkjuna sem fyrst.

Matartímanum verður flýtt aðeins svo öll börn ættu að vera búin að borða upp úr kl. 12:00 (yngstu börnin töluvert fyrr svo það er um að gera að sækja þau fyrr svo þau geti sofnað heima). Unglingastigið fær því miður ekki mat áður það fer heim.