Forkeppni í Stíl á Höfn

21.2.2017

Þann 17. febrúar var haldin hönnunarkeppni í Nýheimum. Um er að ræða forkeppni fyrir Stíl, en það er hönnunarkeppni sem fer fram árlega, þar sem keppa lið hönnuða hvaðanæva frá landinu.

Þemað í ár eru Gyðjur og goð og keppnin er haldin í Laugardalshöll þann 4. mars næstkomandi. Sunna Guðmundsdóttir nýsköpunarkennari sá um að halda utan um allsherjarverkefnið sem er Stíll-hönnunarsmiðjan. Þáttakendur voru nemendur í 8.-10. bekk Heppuskóla á Höfn. Alls tóku þátt sjö lið, en það voru tuttugu-og tveir hönnuðir í heildina og sjö módel. Veitt voru verðlaun fyrir þrjú efstu sætin – en einnig fyrir bestu hönnunarmöppuna, besta hárið og bestu förðunina.

Fyrsta sæti hlutu: Ingunn Ósk Grétarsdóttir, Íris Mist Björnsdóttir, Selma Mujkic og Vigdís María Geirsdóttir

Annað sæti: Ástrós Aníta Óskarsdóttir, Malín Ingadóttir og Margrét Líf Margeirsdóttir

Þriðja sæti: Nanna Guðný Karlsdóttir og Sara Kristín Kristjánsdóttir

Besta Hönnunarmappan: Arna Ósk Arnarsdóttir, Harpa Lind Helgadóttir, Hildur Margrét Björnsdóttir, Salvör Dalla Hjaltadóttir

Besta Hárið: Anna María Harðardóttir, Hafdís Jóhannesdóttir, Halldóra Jónsdóttir og Nína Dögg Jóhannsdóttir

Besta Förðunin: Nanna Guðný Karlsdóttir og Sara Kristín Kristjánsdóttir

Fyrsta sætið hlaut gyðjan Hulda, en hún er gyðja loftslags og hennar tilgangur er að minnka mengun á móðir Jörð. Keppnisliðið  er síðan á leiðinni suður og tekur þátt í Stíl hönnunarkeppni Samfés, fyrir hönd félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjan, þann  4. mars í Laugardalshöllinni. Við óskum þeim öllum góðs gengis!

Dómnefndin skipuðu þau Anna Björg textílkennari, förðunarfræðingur, Guðrún Ásdís atvinnuráðgjafi og verkefnastjóri hjá SASS og eigandi GASTU vörulínunnar, Sigurður Páll tónlistar- og myndlistakennari  og Ragnheiður aðalhönnuður og sköpunargyðja Millibör.