Forsetafrúin í heimsókn á Höfn
Forsetafrú Íslands Eliza Reid kom í heimsókn til Hafnar þann 14. mars í tengslum við ráðstefnuna, Ævintýraferðaþjónusta - Nýsköpun og Menntun.
Eliza Reid heimsótti stofnanir og fyrirtæki í sveitarfélaginu fyrst var förinni heitið í Leikskólann Sjónarhól svo var farið í Gömlu búð, Skinney Þinganes og þar var vinnslan skoðuð þá var farið í kaffi hjá heimilisfólki á Skjólgarði.
Síðan var Heilbrigðisstofnun Suðausturlands á Hornafirði skoðuð þá var óvænt innlit á fund eldri borgara í Ekru, í Dagvist aldraðra hitti hún elsta núlifandi Hornfirðinginn Lilju Aradóttur.
Einnig var Vöruhúsið, miðja skapandi greina Fab–Lab smiðja heimsótt, Hlynur Pálmason listastúdíó Miklagarði, þá tóku listakonurnar í Rún listagallerí Guðrún og Eyrún á móti Elizu og sýndu henni vinnustofur þeirra í lok dags var handraðinni heimsóttur.