Forseti Íslands í opinbera heimsókn til Hornafjarðar – höfum snyrtilegt í kringum okkur

25.2.2025

Dagana 12. og 13. mars nk. kemur frú Halla Tómasdóttir forseti Íslands í opinbera heimsókn til Hornafjarðar ásamt eiginmanni sínum Birni Skúlasyni og fylgdarliði. Um er að ræða fyrstu opinberu heimsókn forsetahjónanna innanlands.

Sveitarfélagið vinnur nú að skipulagningu heimsóknarinnar en stefnt er að því að sem flestir nái að hitta forsetahjónin og heimsóknin verði öll hin glæsilegasta. Dagskrá heimsóknarinnar verður birt á næstu dögum ásamt því að hún verður send á íbúa.

Sveitarfélagið mun gera allt sem í sínu valdi stendur til sveitarfélagið verði eins snyrtilegt og kostur er fyrir heimsóknina. Við hvetjum íbúa og fyrirtæki til að huga að sínu nærumhverfi og gera fínt fyrir heimsókn þeirra hjóna.