Framkvæmdir við Hafnarbraut í sumar
Sveitarfélagið Hornafjörður vill vekja athygli á því að framkvæmdir eru að hefjast við Hafnarbraut og gera má ráð fyrir truflun á umferð á götunni í sumar. Gert er ráð fyrir að framkvæmdum ljúki í september.
Skipt verður um lagnir, bæði fráveitu og vatnslagnir frá gatnamótum Hafnarbrautar og Víkurbrautar að Litlubrú og í Bogaslóð norðan Hafnarbrautar og Skólabrú. Yfirborð götunnar verður einnig endurnýjað og verður gatan að hluta til hellulögð en að hluta malbikuð. Reynt verður að haga framkvæmdum þannig að sem minnst rask verði á aðgengi íbúa að heimilum sínum. Við mætumst svo brosandi á nýrri Hafnarbraut í haust.
Hægt er að skoða framkvæmdina í þrívídd hér.
Með kveðju
Brynja Dögg Ingólfsdóttir, umhverfis- og skipulagsstjóri