Leikjanámskeið Sindra
Fyrsta námskeiðið hefst mánudaginn 6.júní.
Þátttökugjald er 12.000,- fyrir hvert námskeið og er 50% systkinaafsláttur á annað ogþriðja barn.Námskeiðin standa frá kl. 9:00-12:00. Boðið er upp á gæslu frá kl. 8:00-9:00. Skráning á námskeiðin er í íþróttahúsinu í upphafi hvers námskeiðs.
Umsjónarmaður er Ingvi Ingólfsson íþróttakennari.
Knattspyrnuskóli Sindra
Í júní verður Knattspyrnudeild Sindra með knattspyrnuskóla fyrir börn á aldrinum 9-12 ára. Námskeiðið verður í 3 vikur og hefst 6.júní. Æfingar verða 4 sinnum í viku frá mánudegi - fimmtudags kl. 10:00-12:00. Þátttökugjald er 15.000,-Skólastjóri er Ingvi Ingólfsson íþróttakennari.
Skráning á fyrsta skóladegi.