• Fristundastyrkir

Frístundastyrkur 2024

2.1.2024

Hver á rétt á frístundastyrk?

Sveitarfélagið Hornafjörður veitir foreldrum barna 6-18 ára sem eiga lögheimili í sveitarfélaginu, frístundastyrk að upphæð kr. 65.000 á ári og 5 ára börnum styrk að upphæð kr.12.500. Frístundastyrkur er veittur vegna þátttöku barna í skipulögðu íþrótta- og frístundastarfi, þar með talið námi í Tónskóla Austur-Skaftafellssýslu. Með frístundastyrknum má greiða að fullu, eða hluta fyrir íþrótta-, lista- og/eða aðra frístundastarfsemi sem samþykkt hefur verið inn í Sportabler frístundastyrkjakerfi sveitarfélagsins. Öll íþrótta- og frístundatilboð þurfa að uppfylla reglur um frístundastyrk til þess að fá skráningu þar.

Hvernig notar maður Frístundastyrk?

Einungis er hægt að nýta frístundastyrkurinn með því að skrá börnin í tómstundir í gegnum Sportabler og er foreldrum bent á að ónýttir styrkir fyrnast um hver áramót.

Reglur um Frístundastyrk

Nánar um reglur um Frístundastyrk.
Nánari þjónustu veitir verkefnastjóri á fræðslu og frístundarsviði. emilmoravek@hornafjordur.is

Vissir þú

  • Að þú getur notað frístundastyrkinn ef þú stundar nám í öðru sveitarfélagi?
  • Að þú getur notað frístundar fram að allt árið sem þú verður 18 ára?
  • Að ef þú vinnur í frístundastarfi, þá getur þú haft samband við tómstundafulltrúa sveitarfélagsins (Emil) og hann getur tengt þig við Sportabler, kerfið sem heldur utan um frístundastyrki.
  • Að þér er velkomið að hafa samband við Emil um frekari þjónustu emilmoravek@hornafjordur.is