Frístundir í sumar

1.6.2021

Boðið er upp á fjölbreyttar frístundir fyrir börn og ungmenni í sumar. 

Bæklingurinn Sumarfrístundir 2021 er komin út, þar eru allar upplýsingar um hvaða afþreyingu er boðið upp á í sveitarfélaginu í sumar. 

Meðal annars er boðið upp á klúbba í Þrykkjunni, sveita/hestanámskeið, ýmis skapandi listanámskeið, skíða- og brettanámskeið, leikjanámskeið ásamt íþróttum og vinnuskóla. 

Það verður nóg að gera hjá börnum og ungmennum í sumar.