• Your-paragraph-text

Frumsýning á kvikmyndinni Einstakt ferðalag.

19.12.2024

Kvikmyndin Einstakt ferðalag um Ægi Þór verður frumsýnd á Höfn laugardaginn 21.desember kl.11. Sýningarnar verða tvær þann daginn en önnur sýning verður kl.15 þann sama dag.


  • Staðsetning : Fyrirlestrarsalur Nýheimum
  • Dagsetning: Laugardagurinn 21. desember
  • Tímasetning: kl.11 og kl.15
  • Húsið opnar kl.10.30
  • Aðgangseyrir: FRÍTT inn á meðan húsrúm leyfir
  • Bókasafnið í Nýheimum verður opið frá kl.11-15 á laugardaginn.
Einstakt Ferðalag er áhrifarík heimildarmynd um Ægi Þór, 11 ára dreng frá Höfn í Hornafirði, sem hefur verið greindur með Duchenne muscular dystrophy, sjaldgæfan vöðvasjúkdóm sem skerðir hreyfigetu hans. Í myndinni fer Ægir Þór í ferðalag um Ísland þar sem hann hittir önnur börn sem glíma við sjaldgæfa sjúkdóma. Þau deila sögum sínum, áskorunum og vonum, og saman mynda þau einstakt tengslanet á þeirri sameiginlegu vegferð að lifa með sjúkdómum sem fáir skilja.
Myndin verður einnig sýnd í Smárabíói í Kópavogi þann 28. desember kl.12 (sjá þann viðburð hér https://tix.is/event/18564/einstakt-ferdalag)


The film - A Unique Journey - about our own Ægir Þór will premiere here in Höfn on Saturday, December 21st at 11am. There will be two screenings that day, with a second screening at 3pm the same day.


  • Location: Lecture Hall Nýheimum
  • Date: Saturday, December 21st
  • Time: 11am and 3pm
  • Opens at 10.30am
  • Admission: FREE while space permits
  • The library will be open from 11-15 on Saturday 

A Unique Journey is a moving documentary about Ægir Þór, an 11-year-old boy from Höfn in Hornafjörður, who has been diagnosed with Duchenne muscular dystrophy, a rare muscle disease that impairs his mobility. In the film, Ægir Þór goes on a journey through Iceland where he meets other children struggling with rare diseases. They share their stories, challenges and hopes, and together they form a unique network on the common journey of living with illnesses that few understand.
The film will also be shown at Smárabíó in Kópavogur on December 28th at 12 (see that event here https://tix.is/event/18564/einstakt-ferdalag)