Alþjóðlegi farfugladagurinn er 10. maí

2.5.2017

Sveitarfélagið Hornafjörður – Heilsueflandi samfélag

 

Þann 10. maí er alþjóðlegi farfugladagurinn. 

Yfirskrift ársins 2017 er: Þeirra framtíð er okkar framtíð.

Í tengslum við alþjóðlega farfugladaginn höfum við sem sjáum um Heilsueflandi samfélag hér á Höfn fengið í lið með okkur Fuglathugunarstöð - og Náttúrustofu Suð-Austurlands til að vera með viðburð í tengslum við daginn.

Allir sem áhuga hafa er boðið að mæta í Einarslund kl. 18:00 miðvikudaginn 10. maí þar sem farið verður í fuglaskoðun i nánasta umhverfi. Gott væri ef þátttakendur gætu mætt með sjónauka. Búist er við að skoðunin taki um klukkustund. Vonumst til að sjá sem flesta.