Fundur með forsætisráðherra í Vöruhúsinu 5. maí kl. 10:30 um sjálfbæra þróun á Íslandi

4.5.2023

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi. Á morgun 5. maí mætir hún í Vöruhúsið á Höfn kl. 10:30 - 12:00 og óskar eftir því að fá sem flesta Hornfirðinga til spjalls og ráðagerða. Fjallað verður um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara en vinna stendur yfir við mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun. Þetta er einstakt tækifæri fyrir Hornfirðinga til að taka þátt í að móta framtíð Íslands. Notum tækifærið og mætum. Skráning á fundinn fer fram á www.sjalfbaertisland.is en gott er að vita nokkurn veginn hversu margir mæta. Allir velkomnir.

Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra býður til opinna samráðsfunda um landið um sjálfbæra þróun á Íslandi. Á morgun 5. maí mætir hún í Vöruhúsið á Höfn kl. 10:30 - 12:00 og óskar eftir því að fá sem flesta Hornfirðinga til spjalls og ráðagerða. Fjallað verður um stöðu sjálfbærni, helstu áskoranir, tækifæri og valkosti til framfara en vinna stendur yfir við mótun stefnu Íslands um sjálfbæra þróun. Þetta er einstakt tækifæri fyrir Hornfirðinga til að taka þátt í að móta framtíð Íslands. Notum tækifærið og mætum. Skráning á fundinn fer fram á www.sjalfbaertisland.is en gott er að vita nokkurn veginn hversu margir mæta. Allir velkomnir.