Fyrirlestur um svefnvenjur

18.12.2020

Sveitarfélagið býður íbúum upp á fyrirlestur Dr. Erlu Björnsdóttur um hvað góður svefn skiptir miklu máli. Hér er slóð sem hægt er að sækja fyrirlesturinn, en hann er opin til 4. janúar 2021.

Svefn er okkur öllum nauðsynlegur á sama hvaða aldri við erum. Svefn er ekki bara svefn heldur er til góður svefn þar sem fólk vaknar endurnært og hinsvegar slæmur svefn þar sem fólk er jafnþreytt að morgni og þegar það fór að sofa að kvöldi.

Fyrirlestur Dr. Erlu Björnsdóttur er í boði Sveitarfélagsins og Lýðheilsuráðs Hornafjarðar.