Fyrsta barn ársins

11.1.2021

Fyrsta barn ársins í Sveitarfélaginu Hornafirði er drengur og leit hann dagsins ljós 2. janúar kl. 20:34 foreldrar hans eru Sædís Ösp Valdemarsdóttir og Jakob Örn Guðlaugsson. 

Drengurinn vó 3.064 gr. og 48 cm. Hann var fyrsta barnið sem fæddist á Heilbrigðisstofnun Vesturlands Akranesi, fjölskyldunni heilsast vel.

Sveitarfélagið Hornafjörður sendir nýbökuðum foreldrum árnaðaróskir.