• 484380133_444678392000511_3125829674517797110_n

Fyrsta fjölmenningarbíóið gekk eins og í sögu

17.3.2025

Á síðasta ári fékk fjölmenningarráð Sveitarfélagsins Hornafjarðar fékk styrk frá SASS til þess að nýta til fjölmenningarmála. Ráðið ákvað að halda fjölmenningarleg bíó- og matarkvöld og fór fyrsti viðburðurinn fram á Heppu síðastliðinn sunnudag, en þemað var Spánn. Frítt var inn, þar sem fjölmenningarráði fannst mikilvægt að viðburðurinn væri aðgengilegur öllum. Boðið var upp á kantalópur vafnar í serrano skinku, spænska eggjaköku með kartöflum og chorizo, spænskar kjötbollur í spæsí tómatsósu, grillaðar risarækjur með hvítlauk, og churros. Eftir matarsmakkið var horft á kvikmyndina Robot Dreams sem spænski leikstjórinn Pablo Berger leikstýrði, en kvikmyndin var tilnefnd sem besta teiknimyndin á Óskarsverðlaunahátíðinni 2024. Viðburðurinn gekk eins og í sögu, frábær matur og skemmtileg bíómynd sem kynnti þau sem sóttu viðburðinn fyrir menningu Spánar. Fjölmenningarráð fagnar því að geta veitt íbúum Hornafjarðar tækifæri til að kynnast menningu annarra þjóða í gegnum ljúffengan mat og fjölbreyttar kvikmyndir, sem endurspegla siði og sögu mismunandi landa.

Opið er fyrir skráningu á næstu fjölmenningarbíó sem eru eftirfarandi:

  • Laugardagur 5. apríl - Bad Luck Banging or Loony Porn (Rúmenía). Fer fram á Café Vatnajökli í Öræfum. Sýning hefst kl. 19:00 og boðið verður upp á snarl meðan á mynd stendur.
  • Sunnudagur 6. apríl - Fucking Bornholm (Pólland). Fer fram á Heppu veitingastað á Höfn. Snarl kl. 19:30, bíó hefst kl. 20:00.
  • Sunnudagur 27. apríl - Parasite (Suður-Kórea). Fer fram á Heppu veitingastað á Höfn. Snarl kl. 19:30, bíó hefst kl. 20:00.
  • Sunnudagur 11. maí - The Common story (Serbía). Fer fram á Heppu veitingastað á Höfn. Snarl kl. 19:30, bíó hefst kl. 20:00.

Sætafjöldi er takmarkaður svo við hvetjum þau sem hafa áhuga að panta pláss sem fyrst.

Hafið samband við Önnu Birnu Elvarsdóttur, verkefnastjóra fjölmenningar- og gæðamála, í gegnum netfangið annab@hornafjordur.is til þess að panta pláss. Mikilvægt að taka fram á hvaða sýningu og hversu mörg pláss eru pöntuð.

Hlekkur á Facebook-Viðburð þar sem frekari upplýsingar birtast: https://www.facebook.com/events/9139296446189088/9235791623206236/

483039651_2333204277065367_772071854337077892_n

Nejra Mesetovic, formaður fjölmenningarráðs, og Anna Birna Elvarsdóttir, verkefnastjóri fjölmenningar- og gæðamála, hæstánægðar með viðburðinn



484636074_1392541705075751_2364022897668632269_n485175414_1577984062892056_3528989315678335455_n