George Clooney leikstýrir kvikmynd á Hornafirði

17.9.2019

George Clooney leikstýrir mynd á Hornafirði um mánaðarmótin október nóvember og leitar að fólki til að taka þátt í hópsenu.

Leitað er eftir fólki í aukahlutverk í kvikmyndaverkefnið, óskað er eftir fólki af öllum þjóðernum til að taka þátt í hópsenu í myndinni. Tökur eru við Höfn í Hornafirði.
Ekki er krafist neinna leikhæfileika.
Tökutímabilið er frá 20. október - 7. nóvember og er óskað eftir fólki sem getur unnið  2-3 daga á þessu tímabili. Fólk er beðið að hafa í huga að tökur geta breyst með stuttum fyrirvara sökum veðurs.

Opnar prufur / skráningar fyrir verkefnið verða dagana 20. - 22. september í Vöruhúsinu, Hafnarbraut 30 - gengið inn bakatil, upp brunastigann.  


 Föstudag kl. 17:00 - 21:00.
Laugardag kl. 13:00 - 17:00.
Sunnudag kl. 13:00 - 17:00.

Allir áhugasamir velkomnir.