Göngum í skólann

20.8.2024

Notum virkan ferðamáta!

Í tilefni þess að skólarnir eru að byrja þá eru börn og fullorðnir sem hafa tök á hvött til að nota virkan ferðamáta til að fara á milli staða. Dagleg hreyfing eflir heilsu og eykur vellíðan og það er sérlega gott ef hægt er að koma hluta af hreyfingunni inn í ferðir í og úr skóla/vinnu eða milli staða. Bærinn okkar er lítill og flestir geta gengið, hlaupið eða hjólað milli staða. Virkur ferðamáti stuðlar að betri heilsu og betri líðan en dregur líka úr umferðaröngþveit við skólana.