Græna karfan og lífrænir pokar

23.1.2023

Íbúar sveitarfélagsins geta nálgast græna körfu undir matarleifar ásamt lífrænum pokum á söfnunarstöðinni á Höfn eða í afgreiðslu Ráðhúss sér að kostnaðarlausu. 

Í þéttbýli sveitarfélagsins er matarleifum safnað sérstaklega og þeim komið til moltugerðar á urðunarstað sveitarfélagsins í Lóni. Um tilraunaverkefni er að ræða þar sem matarleifum, timbri og hrossataði er blandað saman til að búa til moltu.

Það er mikilvægt að setja aðeins það sem má fara í ílát undir matarleifar og ekkert annað. Í ílátið má setja allar matarleifar og annað lífrænt eins og hýði af ávöxtum og grænmeti, brauð, kaffikorg, eggjaskurn og eldhúspappír. Plastumbúðir, dýrasaur og ólífrænn úrgangur á heima í öðrum ílátum.

Hér má nálgast ítarlegar flokkunarleiðbeiningar fyrir það sem má, og má ekki, henda með matarleifum á íslensku , ensku og pólsku.

Karfa-og-lifraenir-pokar