Grein um námskeið á Hornafirði í alþjóðlegri bók

10.1.2023

Veturinn 2019-2020 var haldið námskeið í Grunnskóla Hornafjarðar sem Háskóli Íslands stóð fyrir að ósk skólastjórnenda. Auk starfsfólks skólans voru þrír kennarar á leikskólanum Sjónarhóli og nokkrir frá Djúpavogi. Þetta námskeið var einstakt að því leyti til að aldrei áður hafði Háskóli Íslands staðið fyrir námskeiði þar sem ólíkir starfshópar tóku þátt og tóku námskeiðið ýmist til háskólaeininga eða sem hluta af starfsþróun skólans.

Veturinn 2019-2020 var haldið námskeið í Grunnskóla Hornafjarðar sem Háskóli Íslands stóð fyrir að ósk skólastjórnenda. Auk starfsfólks skólans voru þrír kennarar á leikskólanum Sjónarhóli og nokkrir frá Djúpavogi. Þetta námskeið var einstakt að því leyti til að aldrei áður hafði Háskóli Íslands staðið fyrir námskeiði þar sem ólíkir starfshópar tóku þátt og tóku námskeiðið ýmist til háskólaeininga eða sem hluta af starfsþróun skólans.

Nú hafa umsjónarmenn námskeiðsins þær Edda Óskarsdóttir og Anna Katarzyna Woznicizka skrifað grein um þetta námskeið sem birst hefur í bókinni Education, Equity and Inclusion, Teaching and Learning for a Sustainable North

Greinin þeirra sem er næst síðasta greinini bókinn er einkar áhugaverð fyrir okkur Hornfirðinga vegna tengingar við staðinn, en aðrar greinar í bókinn eru það einnig þar sem þær fjalla allar um pólarsvæðin og sérstaklega norðurslóðir eða eins og nafnið gefur til kynna, menntun, jafnrétti og þátttöku til sjálfbærrar þróunar á norðurslóðum. Hugtakið sjálfbærni er vítt og hægt að nálgast sjálbærni í menntun á margvíslegan hátt. Umrætt námskeið var stórt skref í að efla sjálbærni Grunnskóla Hornafjarðar í að koma til móts við þarfir nemenda og um leið að styrkja starfsfólk í starfi.

Bókin er opin og öllum aðgengileg á netinu á slóðinni https://link.springer.com/content/pdf/10.1007/978-3-030-97460-2.pdf?pdf=button.