Gróður á lóðarmörkum

10.9.2021

Mikilvægt er að garðeigendur tryggi að gróður á lóðarmörkum hindri ekki framkvæmdir. 

Garðeigendur þurfa að  klippa trjágróður sem vex út fyrir lóðarmörk svo hann hindri ekki aðgengi tækja og frágang þar sem framkvæmdir hafa verið í sumar. 

Við biðlum til fólks að fara vel yfir gróðurinn sem stendur við lóðarmörk og fjarlægja það sem þarf.

Bent er á að í byggingarreglugerð segir að lóðahafa sé skylt að halda vexti trjáa eða runna á lóðinni innan lóðamarka. Sinni hann því ekki og þar sem vöxtur trjáa eða runna fer út fyrir lóðamörk við götu, gangstíga eða opin svæði er veghaldara eða umráðamanni svæðis heimilt að fjarlægja þann hluta er truflun eða óprýði veldur, á kostnað lóðahafa að undangenginni aðvörun.

Vinsamlega hafið í huga að þegar trjágróður hylur umferðarskilti, takmarkar framkvæmdir í göturýminu, hindrar gangandi vegfarendur eða dregur úr götulýsingu þarf að bregðast við.

Gott er að leita til fagfólks um ráðgjöf t.d. þegar kemur að klippingu stórra trjáa eða þegar vafi leikur á um umhirðu trjágróðurs, til að koma í veg fyrir mögulegar skemmdir.