Eðlilegt skólahald hefst 4. maí
Tilkynning frá Grunnskóla Hornafjarðar.
Frá og með mánudeginum 4. maí verður skólastarf með eðlilegum hætti. Íþróttir, sund, smiðjur, matartímar, frímínútur, Kátakot og allt annað sem hefur verið með breyttu sniði fellur í eðlilegt horf.
Það eina sem breytist ekki er að starfsfólk þarf að virða tveggja metra regluna eins og frekast er unnt og að sama skapi munum við halda gestakomum í skólann í algeru lágmarki. Á það bæði við um foreldra og aðra og þeir sem koma eru beðnir um að virða tveggja metra regluna. Hugsanlega verða skólaslitin 4. júní líka með breyttu sniði en það á eftir að koma í ljós.
Ekki hefur greinst Covid-19 smit í þessari sýslu í margar vikur og aðeins tæp 20 smit á landinu öllu síðustu 9 daga. Áfram ætlum við samt að vera dugleg með handþvott enda sjáum við að almennum veikindum hefur snarfækkað hjá nemendum og starfsmönnum á síðustu vikum.