Hafnarhittingur heppnaðist vel
Fyrsti Hafnarhittingurinn haldinn í Heppuskóla. Hafnarhittingur hefur það að markmiði að styrkja félagsleg tengsl í bænum okkar, bjóða nýtt fólk velkomið og ýta undir að þeir sem lengi hafa búið hér geti kynnst nýju fólki.
Hafnarhittingur er fyrir alla, unga sem aldna. Í gær voru skráðir í gestabók 259 manns og 134 keyptu sér mat sem var í boði.Það er óhætt að segja að það var líf og fjör í Heppuskóla, þangað kom fólk og tók þátt í allskonar hlutum en boðið var upp á föndur, spil, pokasaum, legóbraut, blak, zumba, jóga, prjón og hekl svo eitthvað sé nefnt. Fleiri myndir og frétt á síðu Grunnskóla Hornafjarðar.