Heilsufarsmælingar í boði án endurgjalds

30.9.2021

Á morgun föstudaginn 1. október er boðið upp á endurgjaldslausar  heilsufarsmælingar í móttöku sundlaugar Hafnar frá kl. 10:00-12:30. 

Ásgerður K. Gylfadóttir og Ragnheiður Rafnsdóttir hjúkrunarfræðingar munu taka á móti fólki og framkvæma mælingarnar. Boðið er upp að mæla, blóðsykur, púls, gripstyrk, blóðþrýsting, súrefnismettun og mittismál. Einnig verður lögð fram skoðanakönnun varðandi heilsu – hún er valfrjáls. 

Mælingarnar eru í boði Heilsueflandi samfélags og SÍBS, vonast er til að sem flestir mæti og nýti þjónustuna sem fyrirbyggjandi heilsueflingu.

Vonast er til að sem flestir mæti. Ekki þarf að panta tíma.