Hildur Ýr ráðin verkefnisstjóri
Hildur Ýr Ómarsdóttir hefur verið ráðinn í hálft starf við stoðþjónustuna í leikskólanum Sjónarhóli og í hálft starf hjá félagsþjónustu sveitarfélagsins sem verkfnastjóri í málefnum nýbúa.
Til að byrja með sinnir hún verkefnastjórastarfinu tvo eftirmiðdaga í viku en mun auka viðveru sína í ágúst n.k.
Hildur er með B.Ed. próf frá Háskóla Íslands sem þroskaþjálfi og meistarapróf í uppeldissálfræði frá Árósaháskóla. Hildur hefur búið ásamt fjölskyldu sinni í Danmörku um árabil þar sem hún hefur tekið þátt í ýmissi starfsemi sem snúa að fjölmenningu og meistaraverkefni hennar fjallaði m.a. um þær áskoranir sem mæta fólki við að hefja nýtt líf í framandi landi.