• Skipulagsgatt_1726054151608

Hnappur á skipulagsgátt

11.9.2024

Sveitarfélagið vill vekja athygli á nýjum hnapp á heimasíðu. Nú geta íbúar auðveldlega fengið upplýsingar um skipulagsmál sveitarfélagsins með einum smelli á hnappinn sem vísar beint í skipulagsgáttina.

Þar geta íbúar haft betri yfirsýn yfir málefni er varða skipulagsbreytingar og fyrirhugaðar framkvæmdir í sveitarfélaginu. Í gegnum Skipulagsgáttina er hægt að skoða tillögur, athugasemdir og önnur gögn er varða skipulagsferlið.

Íbúar eru hvattir til að fylgjast með fundargerðum og skipulagsgáttinni til þess að fygjast með hvað er að gerast í sveitarfélaginu á þessu sviði. Vakin er athygli á því að í gegnum skipulagsgáttina er hægt að vakta mál eftir svæðum og/eða tegund mála og fá sendan tölvupóst þegar ný mál eru sett inn í kerfið.