• IMG_1045

Höfn í Hafnarfirði

5.6.2023

Höfn í Hafnarfirði er metnaðarfullt samstarfsverkefni milli Ungmennaráða bæjarfélaganna tveggja og hefur verkefnið hlotið veglegan styrk frá Evrópusambandinu.

Höfn í Hafnarfirði er metnaðarfullt samstarfsverkefni milli Ungmennaráða bæjarfélaganna tveggja og hefur verkefnið hlotið veglegan styrk frá Evrópusambandinu.

Þar endurspegla ungmennaráðin sjálf sig og horfa á hvaða sameiginlegu verkefni þau mæta, þrátt fyrir að vera úr ólíkum sveitarfélögum, sem þó eru samt mjög lík.

  • Endurspegla ungmennaráð fjölbreytileika samfélagsins?
  • Hvernig má gera gott betra ?

Á meðan flestir Hornfirðingar fögnuðu sjómannadeginum var ungmennaráð Hornafjarðar gestgjafar Hafnfirðinganna og unnu saman að þessu verkefni og rýndu í umræddar rannsóknarspurningar.

Veðrið vann með hópnum sem naut þess að fara útí náttúruna og vinna að verkefninu saman.

Fyrr í vor voru Hornfirðingarnir í Hafnarfirði þar sem tíminn var notaður í fræðslu um fjölbreytileika og var markmið helgarinnar að vinna úr þeim fróðleik. 

IMG_0720