Hönnunar- og söngkeppni Þrykkjunar

9.3.2022

Fimmtudaginn 3. mars s.l. var haldin glæsileg veisla í Sindrabæ. Þar fór fram forkeppni í söng og hönnun á vegum félagsmiðstöðvarinnar Þrykkjunnar. 

Fimm lið tóku þátt í hönnunarkeppni Stíls en að þessu sinni var þema keppninnar Geimurinn. Öll liðin stóðu sig mjög vel og var erfitt fyrir dómara að velja einungis eitt lið áfram sem fer og keppir f.h. Þrykkjunnar í Digranesi þann 26.mars n.k. Keppendur í söngkeppni Þrykkjunnar voru tveir. Keppendur í söng stóðu sig einnig mjög vel og samkvæmt dómaranum sem kynnti niðurstöður þá var einnig erfitt að gera upp á milli þeirra tveggja.

Vinningshafar í Stíl voru þau: Eva Ósk Pálsdóttir, Róbert Þór Ævarsson og Petra Rós Jóhannsdóttir. Óskum við þeim innilega til hamingju með sigurinn. Öllum liðunum viljum við einnig þakka fyrir þátttökuna þið stóðuð ykkur öll frábærlega.




 Vinningshafinn í söngkeppninni var Arna Lind Kristinsdóttir og óskum við henni innilega til hamingju með sigurinn. Vinningslagið verður sent í USSS sem er (undankeppni sönkeppni Samfés á Suðurlandi) sem haldin verður stafænt þann 24. mars n.k. Flytjendur í þremur efstu sætunum á USSS munu taka þátt í Söngkeppni Samfés í maí. 

Báðum keppendum í söngkeppninni þökkum við kærlega fyrir þátttökuna. Síðast en alls ekki síst þá fær leiðbeinandi ungmennanna í hönnunarkeppninni hún Sunna Guðmundsdóttir stórt og mikið hrós frá okkur sem sitjum bara á hliðarlínunni og fylgjumst með.